Stilling auðkenningar

Þú getur valið að sleppa þessum hluta ef þú ætlar ekki að nota lykilorð af neti. Ef þú ert ekki viss skaltu biðja kerfisstjórann um hjálp.

Ef þú ætlar ekki að setja upp NIS lykilorð getur þú séð að valmöguleikar fyrir bæði MD5 og spegluð lykilorð eru valdir. Mælt er eindregið með því að vélin sé eins örugg og best verður á kosið.

Virkja MD5 lykilorð - leyfir notkun á löngum lykilorðum (allt að 256 stafir), í stað hefðbundinna 8 stafa lykilorða.

Virkja spegluð lykilorð - er mjög örugg leið til að varðveita lykilorð á vélinni. Öll lykilorð eru geymd í skránni /etc/shadow sem einungis er læsileg af notandanum rót.

Til að stilla NIS verður þú að vera með tengingu við NIS net. Ef þú ert ekki viss um það hvort þú ert með tengingu við NIS net skaltu spyrja kerfisstjórann þinn.

Virkja NIS - leyfir þér að keyra margar tölvur á sama NIS neti með sameiginleg lykilorð og hópa. Það eru tveir valmöguleikar:

NIS lén - þessi valmöguleiki leyfir þér að velja hvaða léni eða hóp af tölvum þessi vél mun tilheyra.

NIS þjónn - þessi valmöguleiki segir tölvunni að nota ákveðinn NIS þjón í stað þess að spyrja allt netið hvort það sé einhver vél sem getur auðkennt þína vél.